Heildarbragurinn á íslenska liðinu allt annar í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 13. október 2018 08:45 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti afbragðs leik gegn Frökkum bæði í vörn og sókn. Ólafur Kristjánsson segir hann og Alfreð Finnbogason vera meðal lykilmanna í góðum varnarleik hjá liðinu. Vísir/Getty Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira
Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira