Úkraínukirkja sjálfstæð frá þeirri rússnesku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:30 Skálað var á götum Kænugarðs til að fagna ákvörðuninni. Vísir/EPA Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þúsund ár eða allt frá því rétttrúnaðarkirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku. En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af alræðisdraumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þúsund ár eða allt frá því rétttrúnaðarkirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku. En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af alræðisdraumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira