Eini fangavörðurinn á vaktinni fluttur suður með heilablóðfall Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Garðar Svansson er enn að jafna sig á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall á næturvakt á Kvíabryggju. Vísir/Hanna „Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira
„Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira