Eini fangavörðurinn á vaktinni fluttur suður með heilablóðfall Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Garðar Svansson er enn að jafna sig á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall á næturvakt á Kvíabryggju. Vísir/Hanna „Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
„Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent