Eini fangavörðurinn á vaktinni fluttur suður með heilablóðfall Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Garðar Svansson er enn að jafna sig á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall á næturvakt á Kvíabryggju. Vísir/Hanna „Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
„Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent