Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Þriðjungur þeirra sem létust af völdum lyfja í fyrra höfðu ekki fengið skrifað upp á þau. Vísir/Getty „Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30