Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist er á leið til Rússlands. vísir/getty Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur. Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur.
Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira