Leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar kjörinn forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:43 Serj Tankian, söngvari bandarísk-armensku þungarokkssveitarinnar System of a Down, fylgdi Pasjinjan (t.h.) á svið í Jerevan í gær. Lög sveitarinnar hafa verið áberandi í mótmælunum. Vísir/AFP Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu. Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu.
Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00