Sigurmark Gabbiadini felldi WBA og hélt Southampton líklega uppi 8. maí 2018 20:30 Gabbiadini fagnar sigurmarki sínu. vísir/afp Eftir 1-0 sigur Southampton á Swansea í rosalegum fallbaráttuslag í Wales í kvöld er WBA fallið niður í B-deildina. Sigurinn tryggir Southampton veru í deild þeirra bestu, að öllum líkindum, á næstu leiktíð. Markalaust var í hálfleik og það var lítið um færi. Bæði lið virtust meðvituð um mikilvægi leiksins en mikið hafði gengið á í aðdraganda leiksins. Það var ekki fyrr en á 72. mínútu er fyrsta og eina mark leiksins kom. Það skoraði Manolo Gabbiadini eftir að boltinn barst til hans eftir darraðadans í teig Swansea eftir hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og gífurlega mikilvægur sigur Southampton staðreynd. Þeir eru nú með 36 í 16. sætinu en Swansea er í fallsæti, 18. sæti með 33 stig og mun lakari markatölu. Nánast ómögulegt að Southampton falli. Á milli þessara liða situr svo Huddersfield, einnig með 36 stig, en þeir eru með mínus 29 mörk í markatölu. Swansea getur því enn bjargað sér með sigri í lokaumferðinni en liðið verður að treysta á að Huddersfield tapi báðum leikjum sínum sem liðið á eftir. Huddersfield mætir Chelsea á útivelli á morgun áður en liðið fær Arsenal í heimsókn á laugardag. Swansea spilar við fallið lið Stoke á laugardaginn svo það er enn von fyrir Wales-verja. Hér að neðan má sjá stöðuna eins og hún er núna en átjánda sætið fellur niður í B-deildina ásamt Stoke og WBA.Staðan fyrir lokaumferðina í botnbaráttunni (sæti - makatala - stig - leikir): 16.sæti / Southampton / -18 / 36 stig / 37 leikir 17.sæti / Huddersfield / -29 / 36 stig / 36 leikir 18.sæti / Swansea / -27 / 33 stig / 37 leikir 19.sæti / WBA / -31 / 31 stig / 37 leikir FALLIÐ 20.sæti / Stoke / -34 / 30 stig / 31 stig FALLIÐ Enski boltinn
Eftir 1-0 sigur Southampton á Swansea í rosalegum fallbaráttuslag í Wales í kvöld er WBA fallið niður í B-deildina. Sigurinn tryggir Southampton veru í deild þeirra bestu, að öllum líkindum, á næstu leiktíð. Markalaust var í hálfleik og það var lítið um færi. Bæði lið virtust meðvituð um mikilvægi leiksins en mikið hafði gengið á í aðdraganda leiksins. Það var ekki fyrr en á 72. mínútu er fyrsta og eina mark leiksins kom. Það skoraði Manolo Gabbiadini eftir að boltinn barst til hans eftir darraðadans í teig Swansea eftir hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og gífurlega mikilvægur sigur Southampton staðreynd. Þeir eru nú með 36 í 16. sætinu en Swansea er í fallsæti, 18. sæti með 33 stig og mun lakari markatölu. Nánast ómögulegt að Southampton falli. Á milli þessara liða situr svo Huddersfield, einnig með 36 stig, en þeir eru með mínus 29 mörk í markatölu. Swansea getur því enn bjargað sér með sigri í lokaumferðinni en liðið verður að treysta á að Huddersfield tapi báðum leikjum sínum sem liðið á eftir. Huddersfield mætir Chelsea á útivelli á morgun áður en liðið fær Arsenal í heimsókn á laugardag. Swansea spilar við fallið lið Stoke á laugardaginn svo það er enn von fyrir Wales-verja. Hér að neðan má sjá stöðuna eins og hún er núna en átjánda sætið fellur niður í B-deildina ásamt Stoke og WBA.Staðan fyrir lokaumferðina í botnbaráttunni (sæti - makatala - stig - leikir): 16.sæti / Southampton / -18 / 36 stig / 37 leikir 17.sæti / Huddersfield / -29 / 36 stig / 36 leikir 18.sæti / Swansea / -27 / 33 stig / 37 leikir 19.sæti / WBA / -31 / 31 stig / 37 leikir FALLIÐ 20.sæti / Stoke / -34 / 30 stig / 31 stig FALLIÐ
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn