Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 13:30 Ingi Björn Albertsson með tengdasyni sínum Guðmundi Benediktssyni og syni sínum Alberti Brynjari Ingasyni. Fréttablaðið/Valli Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976
Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira