Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:59 Rúnar Már spilaði á hægri kantinum í dag Vísir/vilhelm Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira