Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 16:28 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39