Innlent

Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.

Börnin á grunnskólaaldri

Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017.

 

Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum.

 

Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus

Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings.

Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×