Fimmtíu líffæragjafar gáfu 186 líffæri síðastliðinn áratug Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 8. júní 2018 08:00 Í svari frá Landspítalanum segir að flest líffæri hafi verið gefin árið 2015. Vísir/vilhelm Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15
Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00