Tengdafaðir Ögmundar stal senunni á blaðamannafundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 14:12 Steinar Skarphéðinn Jónsson spurði Heimi spjörunum úr varðandi markvarðarstöðuna. Vísir/Vilhelm Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46
Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45