Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2018 21:15 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30
Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00