Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2018 21:15 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30
Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00