Tíu árum síðar berast enn tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Tjónið í Suðurlandsskjálftanum í maí 2008 er metið á 15 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag. Skjálftinn var 6,3 að stærð. vísir/stefán Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira