Varðskipið Þór siglir til móts við Akurey Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 10:31 Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar er með í för. Landhelgisgæslan Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur fram að skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog. Akurey er togari í eigu HB Granda en togarinn er sá nýjasti í flotanum og fór í sína fyrstu ferð í júní síðastliðnum. Upp úr klukkan hálffjögur hafði áhöfn Akureyjar aftur samband við stjórnstöð og hafði þá veðrið versnað töluvert og horfurnar enn verri. Ljóst var að það tæki varðskipið Tý, sem er nú við eftirlit á loðnumiðunum fyrir austan land, rúman sólarhring að komast á vettvang. Landhelgisgæslan er að öllu jöfnu aðeins með eitt varðskip á sjó en í ljósi aðstæðna var ákveðið að kalla saman aðra áhöfn svo varðskipið Þór gæti farið og aðstoðað við dráttinn á Akurey. Um leið var haft samband við grænlenska fiskiskipið Tasermiut, sem er á þessum slóðum líka, til að upplýsa um stöðuna og athuga hvort skipið gæti verið til taks ef með þyrfti. Þessa stundina er Ottó N. Þorláksson með Akurey í togi á um það bil sjö hnúta ferð norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu. Búist er við að skipin mætist um hádegisbil og Þór fylgi þeim til hafnar. Gert er ráð fyrir að þau verði komin til hafnar í Reykjavík síðdegis eða undir kvöld. Vegna þessara óvenjulegu kringumstæðna er ekki um hefðbundna áhöfn að ræða á Þór. Á meðal varðskipsmanna í þessari sjóferð eru tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, sem báðir eru þó þaulreyndir sjómenn. Þá komu þrír skipverjar sem búsettir eru á Norðurlandi með áætlunarflugi til Reykjavíkur fyrr í morgun.Uppfært klukkan 11:00 Landhelgisgæslan hefur sent frá sér áréttingu þess efnis að ástæða þess að tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar eru í áhöfn Þórs að þessu sinni er einfaldlega sú að þeir eru líka vanir sjómenn og með öll tilskilin réttindi. Engin sprengihætta eða neitt slíkt er á ferð. Eins og sagði í tilkynningunni er varðskipið Týr fyrir austan land með fullskipaðri áhöfn. Flestir úr áhöfninni á Þór, sem var sett sérstaklega saman fyrir þessa ferð, starfa að öllu jöfnu á varðskipunum en til að fullmannað yrði varð að kalla til nokkra sem yfirleitt fást við önnur störf hjá LHG (t.d. sprengjueyðingu) svo hægt yrði að senda Þór af stað. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur fram að skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog. Akurey er togari í eigu HB Granda en togarinn er sá nýjasti í flotanum og fór í sína fyrstu ferð í júní síðastliðnum. Upp úr klukkan hálffjögur hafði áhöfn Akureyjar aftur samband við stjórnstöð og hafði þá veðrið versnað töluvert og horfurnar enn verri. Ljóst var að það tæki varðskipið Tý, sem er nú við eftirlit á loðnumiðunum fyrir austan land, rúman sólarhring að komast á vettvang. Landhelgisgæslan er að öllu jöfnu aðeins með eitt varðskip á sjó en í ljósi aðstæðna var ákveðið að kalla saman aðra áhöfn svo varðskipið Þór gæti farið og aðstoðað við dráttinn á Akurey. Um leið var haft samband við grænlenska fiskiskipið Tasermiut, sem er á þessum slóðum líka, til að upplýsa um stöðuna og athuga hvort skipið gæti verið til taks ef með þyrfti. Þessa stundina er Ottó N. Þorláksson með Akurey í togi á um það bil sjö hnúta ferð norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu. Búist er við að skipin mætist um hádegisbil og Þór fylgi þeim til hafnar. Gert er ráð fyrir að þau verði komin til hafnar í Reykjavík síðdegis eða undir kvöld. Vegna þessara óvenjulegu kringumstæðna er ekki um hefðbundna áhöfn að ræða á Þór. Á meðal varðskipsmanna í þessari sjóferð eru tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, sem báðir eru þó þaulreyndir sjómenn. Þá komu þrír skipverjar sem búsettir eru á Norðurlandi með áætlunarflugi til Reykjavíkur fyrr í morgun.Uppfært klukkan 11:00 Landhelgisgæslan hefur sent frá sér áréttingu þess efnis að ástæða þess að tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar eru í áhöfn Þórs að þessu sinni er einfaldlega sú að þeir eru líka vanir sjómenn og með öll tilskilin réttindi. Engin sprengihætta eða neitt slíkt er á ferð. Eins og sagði í tilkynningunni er varðskipið Týr fyrir austan land með fullskipaðri áhöfn. Flestir úr áhöfninni á Þór, sem var sett sérstaklega saman fyrir þessa ferð, starfa að öllu jöfnu á varðskipunum en til að fullmannað yrði varð að kalla til nokkra sem yfirleitt fást við önnur störf hjá LHG (t.d. sprengjueyðingu) svo hægt yrði að senda Þór af stað.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira