Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 20:00 Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún. Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún.
Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00