Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 20:00 Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún. Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún.
Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00