Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 20:00 Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. Ofbeldismenn séu hvað hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum og á þeim tíma fer sáttameðferðin oft fram. Á ráðstefnunni Gerum betur, sem haldin var í dag, var meðal annars fjallað um helstu hindranir er varða heimilisofbeldismál í kerfinu. Jenný Kristín Valberg, nemi og starfsmaður Kvennaathvarfsins, gerði þar grein fyrir rannsókn sem hún er að vinna að um upplifanir tíu kvenna af sáttameðferð hjá sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Sáttameðferð er skylda fyrir foreldra þar sem niðurstaða þarf að liggja fyrir um hvar lögheimili og forræði á að vera. „Það var álit allra að þetta hafi verið ofboðslega erfið reynsla. Þeim fannst þær ekki geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær höfðu ekki rödd og gátu ekki tjáð sig inni í herbergi með ofbeldismanninum. Sú staðreynd er að fjórar kvennana komu á undan og létu Sýslumann vita að það væri ofbeldissamband sem þær væru að reyna að ljúka en það virtist ekki skila sér inn í sáttarmeðferðina," segir hún og ítrekar að þetta sé alvarlegur galli. Sáttameðferð hentar ekki öllum Jenný bendir á að konur sem koma úr ofbeldissambandi upplifi oft á tíðum fjárhagslegt ofbeldi og hafnin þær sáttameðferð fylgi því dýr lögfræðikostnaður. Sáttameðferð sé að mörgu leiti góð en mikilvægt sé að sýslumaður líti til ofbeldis þegar fólki er stefnt saman til sátta. Það sem aftur á móti er ekki að virka er að mæta með ofbeldismanni sem þú ert ný búin að slíta tengsl við. Það vita allir að á þeim tíma sem ofbeldismaður missir í raun stjórn á þolanda sínum er tíminn sem hann er í raun hættulegastur. Á þeim tíma eru þær einar í sáttameðferð, án stuðnings, og eru að reyna að semja upp á framtíðina," segir hún. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. Ofbeldismenn séu hvað hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum og á þeim tíma fer sáttameðferðin oft fram. Á ráðstefnunni Gerum betur, sem haldin var í dag, var meðal annars fjallað um helstu hindranir er varða heimilisofbeldismál í kerfinu. Jenný Kristín Valberg, nemi og starfsmaður Kvennaathvarfsins, gerði þar grein fyrir rannsókn sem hún er að vinna að um upplifanir tíu kvenna af sáttameðferð hjá sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Sáttameðferð er skylda fyrir foreldra þar sem niðurstaða þarf að liggja fyrir um hvar lögheimili og forræði á að vera. „Það var álit allra að þetta hafi verið ofboðslega erfið reynsla. Þeim fannst þær ekki geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær höfðu ekki rödd og gátu ekki tjáð sig inni í herbergi með ofbeldismanninum. Sú staðreynd er að fjórar kvennana komu á undan og létu Sýslumann vita að það væri ofbeldissamband sem þær væru að reyna að ljúka en það virtist ekki skila sér inn í sáttarmeðferðina," segir hún og ítrekar að þetta sé alvarlegur galli. Sáttameðferð hentar ekki öllum Jenný bendir á að konur sem koma úr ofbeldissambandi upplifi oft á tíðum fjárhagslegt ofbeldi og hafnin þær sáttameðferð fylgi því dýr lögfræðikostnaður. Sáttameðferð sé að mörgu leiti góð en mikilvægt sé að sýslumaður líti til ofbeldis þegar fólki er stefnt saman til sátta. Það sem aftur á móti er ekki að virka er að mæta með ofbeldismanni sem þú ert ný búin að slíta tengsl við. Það vita allir að á þeim tíma sem ofbeldismaður missir í raun stjórn á þolanda sínum er tíminn sem hann er í raun hættulegastur. Á þeim tíma eru þær einar í sáttameðferð, án stuðnings, og eru að reyna að semja upp á framtíðina," segir hún.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira