Þingforseta Sri Lanka fylgt inn í sal af lögreglu vegna slagsmála Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 11:45 Vísir/AP Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær. Asía Srí Lanka Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær.
Asía Srí Lanka Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira