Brasilíustjórn leitar aðstoðar við að byggja safnið upp á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2018 07:00 Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. vísir/epa Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38