Lömbin þagna: 110 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2018 19:30 Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira