Anna Mjöll seldi sig til að fjármagna eigin neyslu: „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna“ Bergþór Másson skrifar 14. ágúst 2018 19:45 Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira