Telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2018 19:30 Skólameistari Menntaskólans við Sund hyggst ekki breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttinga í gögnum skólans á meðan annað nafn er skráð í Þjóðskrá, en hann telur slíkt brjóta í bága við lög. Ráðherra telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn. Fjallað hefur verið um mál nemanda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en hann bíður nú eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingunni gildri. Á meðan telur skólastjórinn ekki unnt að breyta nafni hans í gögnum skólans. Í 19.gr laga um mannanöfn kemur fram að á öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skulu nöfn manna rituð eins og þau eru skráð í Þjóðskrá á hverjum tíma.Því kemur til álita hvort að gögn skólans, líkt og nafnalistar og prófskírteini séu opinber gögn. Menntaskólinn við Sund telur að svo sé og neitar því að breyta gögnum nemandans. Fréttastofa náði tali af skólameistara í dag en hann neitaði að veita viðtal vegna málsins. Kvennaskólinn í Reykjavík er MS ósammála en þar þótti lítið mál að breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttingarferli þannig að kvenmannsnafn hans birtist ekki í gögnum. Menntamálaráðherra segir brýnt að skólayfirvöld taki óskir nemenda til sín. „Við höfum fengið svona mál inn á borð til okkar. Það mál var leyst á milli viðkomandi skóla og nemandans á farsælan hátt. Mér finnst mjög brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska þessara nemenda vegna þess að þeir eru í ákveðnu ferli. Aðrir skólar hafa gert það og hefur það verið farsælt samstarf á milli nemandans og skólamálayfirvalda. Nafn er eitt það persónulegasta sem við eigum þannig ég skil það vel þegar viðkomandi aðili geri athugasemdir við þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Í gögnum sem Skólastjóri Menntaskólans við Sund afhenti fréttastofu kemur fram að hann telji það varla á valdsviði einkafyrirtækis, líkt og INNU - upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem tekur að sér að hýsa og þróa ákveðinn hugbúnað að leggja sínar eigin línur varðandi túlkun og framkvæmd laga. Foreldrar nemandans, sem stundar nám við Menntaskólann við Sund, tilkynntu ákvörðun skólameistarans til Menntamálaráðuneytisins. En í bréfi ráðuneytis til foreldra hans kemur fram að ákvörðun skólameistarans sé ekki ákvörðun um réttindi og skyldur einstaklings í skilningi stjórnsýslulaga. Heldur sé um að ræða ákvörðun sem lúti að framkvæmd þjónustu. Þar af leiðandi sé ákvörðunin ekki kæranleg til ráðuneytisins. Engu að síður ætli ráðuneytið að taka málið til athugunar. Hyggst ráðuneytið leita umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og skólameistarafélagi Íslands. Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans við Sund hyggst ekki breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttinga í gögnum skólans á meðan annað nafn er skráð í Þjóðskrá, en hann telur slíkt brjóta í bága við lög. Ráðherra telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn. Fjallað hefur verið um mál nemanda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en hann bíður nú eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingunni gildri. Á meðan telur skólastjórinn ekki unnt að breyta nafni hans í gögnum skólans. Í 19.gr laga um mannanöfn kemur fram að á öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skulu nöfn manna rituð eins og þau eru skráð í Þjóðskrá á hverjum tíma.Því kemur til álita hvort að gögn skólans, líkt og nafnalistar og prófskírteini séu opinber gögn. Menntaskólinn við Sund telur að svo sé og neitar því að breyta gögnum nemandans. Fréttastofa náði tali af skólameistara í dag en hann neitaði að veita viðtal vegna málsins. Kvennaskólinn í Reykjavík er MS ósammála en þar þótti lítið mál að breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttingarferli þannig að kvenmannsnafn hans birtist ekki í gögnum. Menntamálaráðherra segir brýnt að skólayfirvöld taki óskir nemenda til sín. „Við höfum fengið svona mál inn á borð til okkar. Það mál var leyst á milli viðkomandi skóla og nemandans á farsælan hátt. Mér finnst mjög brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska þessara nemenda vegna þess að þeir eru í ákveðnu ferli. Aðrir skólar hafa gert það og hefur það verið farsælt samstarf á milli nemandans og skólamálayfirvalda. Nafn er eitt það persónulegasta sem við eigum þannig ég skil það vel þegar viðkomandi aðili geri athugasemdir við þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Í gögnum sem Skólastjóri Menntaskólans við Sund afhenti fréttastofu kemur fram að hann telji það varla á valdsviði einkafyrirtækis, líkt og INNU - upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem tekur að sér að hýsa og þróa ákveðinn hugbúnað að leggja sínar eigin línur varðandi túlkun og framkvæmd laga. Foreldrar nemandans, sem stundar nám við Menntaskólann við Sund, tilkynntu ákvörðun skólameistarans til Menntamálaráðuneytisins. En í bréfi ráðuneytis til foreldra hans kemur fram að ákvörðun skólameistarans sé ekki ákvörðun um réttindi og skyldur einstaklings í skilningi stjórnsýslulaga. Heldur sé um að ræða ákvörðun sem lúti að framkvæmd þjónustu. Þar af leiðandi sé ákvörðunin ekki kæranleg til ráðuneytisins. Engu að síður ætli ráðuneytið að taka málið til athugunar. Hyggst ráðuneytið leita umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og skólameistarafélagi Íslands.
Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30
Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00