Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 20:08 John O. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30