Segir sig frá varaþingmennsku vegna áfengisvanda Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 12:53 Guðmundur Sævar segir að opinber staða sé ekki fyrir sig eins og staðan er í dag. Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“. Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“.
Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11