Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:19 Reynt verður að hafa uppi á eigendum muna sem hægt var að bjarga úr geymslum á 2. og 3. hæð húsnæðisins við Miðhraun. VÍS Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55