Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 22:00 Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. Vísir/Rakel Ósk Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26
Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42