Claude Puel: Riyad Mahrez á skilið að fá góðar mótttökur á King Power í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 11:00 Riyad Mahrez. Vísir/Getty Riyad Mahrez verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Englandsmeistarar Manchester City heimsækja í Leicester City í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Manchester City keypti Riyad Mahrez frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda í sumar en í janúar fór Riyad Mahrez í tíu daga „verkfall“ til að reyna að þvinga fram söluna til City. Riyad Mahrez var einn af aðalmönnunum þegar Leicester City vann enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði alls 42 mörk í 179 leikjum fyrir félagið. Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City í dag, hefur talað fyrir því að stuðningsmenn félagsins taki vel á móti Riyad Mahrez í kvöld. „Riyad gerði sitt besta fyrir félagið á meðan hann var hér,“ sagði Claude Puel."I hope he can keep a good feeling with all the people." Claude Puel has spoken on Riyad Mahrez's return to Leicester. Read: https://t.co/0hG6hS9tq7pic.twitter.com/8aKlGXInGB — BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2018 „Ég vona að hann geti komið hingað aftur, sitji á bekknum og allt verði í góðu milli hans og fólksins,“ sagði Puel. Líklegra verður þó að telja að Pep Guardiola setji Riyad Mahrez í byrjunarliðið sitt. „Hann var mikilvægur hluti af liðinu sem vann titilinn og við megum ekki gleyma því sem hann gerði fyrir félagið. Ég vona að hann fái góðar mótttökur,“ sagði Puel. Mahrez vann sér ekki inn miklar vinsældir þegar hann fór í umræddar verkfallsaðgerðir til þess að komast í burtu frá Leicester City. „Ég reyndi að vinna með hann en það var mjög erfitt tímabil í vetrarglugganum þegar hann vildi fara. Þetta var erfitt mál gagnvart stuðningsmönnunum, gagnvart félaginu og gagnvart liðsfélögunum. Það var mikilvægt að koma honum í gegnum þetta,“ sagði Puel. „Hann fékk tíma til loka tímabilsins eftir að hann kom aftur til baka. Hann gerði sitt besta og skoraði mikilvæg mörk fyrir félagið,“ sagði Puel. Leikur Leicester og Manchester City hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Riyad Mahrez verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Englandsmeistarar Manchester City heimsækja í Leicester City í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Manchester City keypti Riyad Mahrez frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda í sumar en í janúar fór Riyad Mahrez í tíu daga „verkfall“ til að reyna að þvinga fram söluna til City. Riyad Mahrez var einn af aðalmönnunum þegar Leicester City vann enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði alls 42 mörk í 179 leikjum fyrir félagið. Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City í dag, hefur talað fyrir því að stuðningsmenn félagsins taki vel á móti Riyad Mahrez í kvöld. „Riyad gerði sitt besta fyrir félagið á meðan hann var hér,“ sagði Claude Puel."I hope he can keep a good feeling with all the people." Claude Puel has spoken on Riyad Mahrez's return to Leicester. Read: https://t.co/0hG6hS9tq7pic.twitter.com/8aKlGXInGB — BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2018 „Ég vona að hann geti komið hingað aftur, sitji á bekknum og allt verði í góðu milli hans og fólksins,“ sagði Puel. Líklegra verður þó að telja að Pep Guardiola setji Riyad Mahrez í byrjunarliðið sitt. „Hann var mikilvægur hluti af liðinu sem vann titilinn og við megum ekki gleyma því sem hann gerði fyrir félagið. Ég vona að hann fái góðar mótttökur,“ sagði Puel. Mahrez vann sér ekki inn miklar vinsældir þegar hann fór í umræddar verkfallsaðgerðir til þess að komast í burtu frá Leicester City. „Ég reyndi að vinna með hann en það var mjög erfitt tímabil í vetrarglugganum þegar hann vildi fara. Þetta var erfitt mál gagnvart stuðningsmönnunum, gagnvart félaginu og gagnvart liðsfélögunum. Það var mikilvægt að koma honum í gegnum þetta,“ sagði Puel. „Hann fékk tíma til loka tímabilsins eftir að hann kom aftur til baka. Hann gerði sitt besta og skoraði mikilvæg mörk fyrir félagið,“ sagði Puel. Leikur Leicester og Manchester City hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira