Þegar Hughes spilaði tvo leiki í tveimur löndum sama daginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Hughes í landsleik gegn Tékkum. Fyrir aftan má sjá glitta í Ian Rush. vísir/getty Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes. Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes.
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira