Þegar Hughes spilaði tvo leiki í tveimur löndum sama daginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Hughes í landsleik gegn Tékkum. Fyrir aftan má sjá glitta í Ian Rush. vísir/getty Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes. Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes.
Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira