Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum. Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15