Innlent

Íslendingar vilja banna plastpoka

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Bónus hefur hætt sölu burðarpoka úr plasti.
Bónus hefur hætt sölu burðarpoka úr plasti. Fréttablaðið/Eyþór
Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst.

Alls kvaðst 61 prósent svarenda hlynnt banni á einnota plastpokum í verslunum en tæpt 41 prósent kvaðst mjög hlynnt og tæpt 21 prósent frekar hlynnt. Kvaðst 21 prósent svarenda vera á móti banni á einnota plastpokum í verslunum en níu prósent kváðust mjög andvíg.

Greint var frá því um helgina að verslanir Bónuss væru hættar með plastpoka en bjóða þess í stað niðurbrjótanlega burðarpoka og fjölnota poka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×