Enn veik von á sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2018 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar eiga enn þá möguleika en hann er ekki mikill. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03
Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51
Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30