Fangelsisdómur fyrir klám, ærumeiðingar og blygðunarsemisbrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira