Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver. Vísir/Jóhann K. Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45