Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 20:00 Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan. Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan.
Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00