Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Böðvar fagnar í leik með FH. vísir/ernir Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum. Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum.
Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira