Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Böðvar fagnar í leik með FH. vísir/ernir Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum. Fótbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum.
Fótbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira