Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:15 Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57