Innlent

Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice

Höskuldur Kári Schram skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni um helgina.
Frá Secret Solstice-hátíðinni um helgina. fréttablaðið/þórsteinn sigurðsson

Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær.

Um fimmtán þúsund gestir voru á hátíðinni þegar mest var. Íbúar við Laugardal hafa á undanförnum árum kvartað undan hávaða frá hátíðinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls sautján hávaðakvartanir til lögreglu vegna hátíðarinnar í ár.

Skipuleggjendur segja að hátíðin hafi farið vel fram og að það hafi verið heilt yfir jákvæð og góð stemning í Laugardalnum yfir helgina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.