Roma er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur í síðari leiknum gegn Shaktar Donetsk, en leikið var í Róm í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Edin Dzeko á 52. mínútu eftir undirbúning Hollendingsins Kevin Strootman. Ivan Ordec var svo rekinn útaf í liði Shaktar á 79. mínútu og lokatölur 1-0.
Roma fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, en Shakktar vann þann leik 2-1. Mikilvægt mark Roma í Úkraínu gerði útslagið.
Roma er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt Sevilla, Liverpool, Manchester City, Tottenhm og Real Madrid. Á morgun skýrist svo hvaða lið verða síðustu tvö inn í átta liða úrslitin.
Mikilvægt útivallarmark skaut Roma áfram
