Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. apríl 2018 20:10 Arney Þórarinsdóttir og Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmæður Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast. Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast.
Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05