30 dagar í HM: Orustan um Santiago Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:30 Leikmenn lágu óvígir um allan völl vísir/getty Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00