Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 15:35 Gylfi og félagar eru alveg til í að halda ævintýrinu gangandiþ Vísir/Getty Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira