Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 15:35 Gylfi og félagar eru alveg til í að halda ævintýrinu gangandiþ Vísir/Getty Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira