Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 19:45 „Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi. Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi.
Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira