Breskur ritstjóri dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína Ingvar Þór Björnsson skrifar 25. mars 2018 14:29 Francis viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa banað eiginkonu sinni með hamri. Vísir/AFP Francis Matthew, fyrrum ritstjóri Gulf News í Dubai, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar af sádi-arabískum dómsstólum fyrir að myrða eiginkonu sína Jane Matthew. Er það umtalsvert vægari dómur en búist var við en Francis hefði getað fengið dauðarefsingu fyrir verknaðinn. The Guardian greinir frá. Francis barði konuna sína til dauða með hamri í júlí á síðasta ári. Þegar lögregluyfirvöld í Dubai mættu á vettvang sagði hann að brotist hefði verið inn í hús þeirra og að innbrotsmennirnir hefðu myrt hana. Hann viðurkenndi hins vegar síðar við yfirheyrslu að hafa banað henni með hamri. Sagði hann frá því að Jane hafi verið honum reið vegna skuldar og fyrirhugaðra flutninga. Matthew segist hafa orðið reiður þegar hún kallað hann „aumingja“ og sagt að hann þyrfti að standa straum af útgjöldum þeirra. Matthew sagði þannig frá málsatvikum að Jane hafi ýtt honum í rifrildinu. Hann hafi þá sótt hamar, elt hana inn á baðherbergi og slegið hana tvisvar í höfuðið. Næsta dag reyndi Matthew að láta líta út eins og brotist hafði verið inn til þeirra og fór svo til vinnu eins og ekkert hafði í skorist. Matthew var ritstjóri Gulf News á árunum 1995-2005 og starfaði svo sem fréttamaður hjá fréttaveitunni sem sérhæfir sig í fréttum um Mið-Austurlönd á ensku. Blaðið sagði honum upp störfum þegar hann var kærður fyrir morðið. Bretland Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Francis Matthew, fyrrum ritstjóri Gulf News í Dubai, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar af sádi-arabískum dómsstólum fyrir að myrða eiginkonu sína Jane Matthew. Er það umtalsvert vægari dómur en búist var við en Francis hefði getað fengið dauðarefsingu fyrir verknaðinn. The Guardian greinir frá. Francis barði konuna sína til dauða með hamri í júlí á síðasta ári. Þegar lögregluyfirvöld í Dubai mættu á vettvang sagði hann að brotist hefði verið inn í hús þeirra og að innbrotsmennirnir hefðu myrt hana. Hann viðurkenndi hins vegar síðar við yfirheyrslu að hafa banað henni með hamri. Sagði hann frá því að Jane hafi verið honum reið vegna skuldar og fyrirhugaðra flutninga. Matthew segist hafa orðið reiður þegar hún kallað hann „aumingja“ og sagt að hann þyrfti að standa straum af útgjöldum þeirra. Matthew sagði þannig frá málsatvikum að Jane hafi ýtt honum í rifrildinu. Hann hafi þá sótt hamar, elt hana inn á baðherbergi og slegið hana tvisvar í höfuðið. Næsta dag reyndi Matthew að láta líta út eins og brotist hafði verið inn til þeirra og fór svo til vinnu eins og ekkert hafði í skorist. Matthew var ritstjóri Gulf News á árunum 1995-2005 og starfaði svo sem fréttamaður hjá fréttaveitunni sem sérhæfir sig í fréttum um Mið-Austurlönd á ensku. Blaðið sagði honum upp störfum þegar hann var kærður fyrir morðið.
Bretland Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira