Forseti Roma mun ekki fyrirgefa Barcelona nema þeir gefi honum Messi Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júlí 2018 08:30 Malcom er hæstánægður með vistaskiptin til Barcelona vísir/getty Brasilíumaðurinn Malcom gekk í raðir Barcelona síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa verið á leiðinni til Rómar að skrifa undir samning við AS Roma á mánudagskvöld.Ítalska liðið hafði náð samkomulagi við Bordeaux og var til að mynda búið að tilkynna um það inn á heimasíðu franska félagsins. Á síðustu stundu blandaði Barcelona sér í baráttuna sem varð til þess að Malcom hætti við að stíga upp í flugvél til Rómar og hélt þess í stað til Barcelona nokkrum klukkustundum síðar. James Pallotta, forseti Roma, sendir Barcelona kaldar kveðjur og segir vinnubrögð spænska stórveldisins vera til skammar. „Þeir vissu að þetta væri frágengið og þeir höfðu meira að segja samband við okkur til að biðjast afsökunar á því hvernig þeir fóru að þessu,“ segir Pallotta. „Ég tek ekki þessari afsökunarbeiðni. Það er tvennt sem þeir geta gert fyrir okkur; þeir gætu sent Malcom til okkar, og það er ekki að fara gerast, eða þeir gætu látið okkur hafa Lionel Messi frítt.“ „Það var búið að ganga frá kaupunum og samkomulagið var í höfn. Þá koma ekki önnur félög líkt og Barcelona gerði. Bordeaux átti aldrei að samþykkja slík vinnubrögð. Ég tel þetta ólöglegt en fyrst og fremst siðlaust.“ „Ef þú skoðar hvernig Barcelona hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum á undanförnum árum þá sæmir það ekki félagi eins og Barcelona,“ sagði Pallotta í útvarpsviðtali þar sem hann fór ítarlega yfir atburðarás undanfarinna daga.Smelltu hér til að sjá viðtalið við Pallotta í heild sinni. Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Malcom gekk í raðir Barcelona síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa verið á leiðinni til Rómar að skrifa undir samning við AS Roma á mánudagskvöld.Ítalska liðið hafði náð samkomulagi við Bordeaux og var til að mynda búið að tilkynna um það inn á heimasíðu franska félagsins. Á síðustu stundu blandaði Barcelona sér í baráttuna sem varð til þess að Malcom hætti við að stíga upp í flugvél til Rómar og hélt þess í stað til Barcelona nokkrum klukkustundum síðar. James Pallotta, forseti Roma, sendir Barcelona kaldar kveðjur og segir vinnubrögð spænska stórveldisins vera til skammar. „Þeir vissu að þetta væri frágengið og þeir höfðu meira að segja samband við okkur til að biðjast afsökunar á því hvernig þeir fóru að þessu,“ segir Pallotta. „Ég tek ekki þessari afsökunarbeiðni. Það er tvennt sem þeir geta gert fyrir okkur; þeir gætu sent Malcom til okkar, og það er ekki að fara gerast, eða þeir gætu látið okkur hafa Lionel Messi frítt.“ „Það var búið að ganga frá kaupunum og samkomulagið var í höfn. Þá koma ekki önnur félög líkt og Barcelona gerði. Bordeaux átti aldrei að samþykkja slík vinnubrögð. Ég tel þetta ólöglegt en fyrst og fremst siðlaust.“ „Ef þú skoðar hvernig Barcelona hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum á undanförnum árum þá sæmir það ekki félagi eins og Barcelona,“ sagði Pallotta í útvarpsviðtali þar sem hann fór ítarlega yfir atburðarás undanfarinna daga.Smelltu hér til að sjá viðtalið við Pallotta í heild sinni.
Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira