Bændur fagna endurskoðun sauðfjársamnings Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júlí 2018 20:37 Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“ Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“
Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50