Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVA Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11
Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu